kennarahandbók: efnisyfirlit ath 25.09.03 |
B R A G I |
frumstig framvinda |
Framvinda námskeiðs: hópar og Bragasíður (eyðublað) |
Samsetning hópsins (lönd) | sjá hér fyrir neðan |
Tungumál hópsins | |
Stig | |
Stærð hópsins | |
Kennslutími (fjöldi vikna) | |
Stundafjöldi | |
Hvað var kennt oft í viku | |
Kennslutímabil |
heiti á síðu | náms- bók |
vinnu- bók |
kennara- handbók |
stig |
Athugasemdir |
Magnús
Hauksson.
Fáeinar athugasemdir: Hér fer á eftir dagbókin sem ég hélt yfir kennsluna á sumarnámskeiðinu árið 2000. Fyrir tíma geri ég ætíð áætlanir um hvað gera skal og merki svo við það sem komst í verk. Dagbókin er nokkuð örugg heimild um hvað ég áætlaði að gera og hvað af því var unnið. Aftur á móti getur ýmislegt hafa verið gert óundirbúið af því aðstæður buðu upp á það eða kölluðu beinlínis á eitthvað sérstakt og þá er með höppum og glöppum hvort um það er getið í dagbókinni. Í sumum tilfellum átta ég mig ekki alveg á um hvaða efni hefur verið að ræða sem í notkun var. Ég hef í svipinn ekki öll gögn við hendina. Ég gerði athugasemdir við langflest Bragablöðin sem ég notaði og þær ættu að vera einhvers staðar í bréfasafni Bragafólks. Dagbók. Uppbygging og framvinda kennslu eins hóps í íslensku fyrir útlendinga á námskeiði við sumarskóla Námsflokka Reykjavíkur í júlí og ágúst 2000.(1) 10. júlí. (1. tími) 11. júlí. (2. tími) 13. júlí. (3. tími) 17. júlí. (4. tími) 1. Fara yfir blaðið um kyn. 2. Lét nem. gera og fór yfir töflu með þeim um mat. 3. Leikur um ávexti og grænmeti. 4. Framburður: Æfðum önghljóðin. 5. Kenndi nöfn á dögum og mánuðum. 6. Kenndi að heilsa og kveðja. 18. júlí. (5. tími) 1. Rifjuðum enn upp persónufornöfn. Fórum í nútíð sagna og "ég er að...". 2. Æfa að heilsa og kveðja. Samtal. Hvaða dagur er í dag? Segja frá sér og öðrum. 3. Leikur: "Veiðimaður" (ertu með ... (þf.) ). Þolfall. 4. Lesa blöð um fólk í húsum. (Fann í verkefnasafni Námsflokkanna held ég) (?) 5. Byrja að læra að telja. 6. Fylla út eyðublöð og skrifa póstkort (gera heima). 20. júlí. (6. tími) 1. Fórum í eyðublöð og póstkort. Fórum yfir. 2. Fórum í blöð sem var úthlutað á fundi: Kveðjur og önnur kurteisi (byrjuðum) 3. Verkefni úr verkefnakistu Námsflokkanna (?): Kanntu brauð að baka? 4. Neyðarnúmer. 5. Lýsingarorð. Innlögn. 24.7.2000. (8. tími) 1. Héldum áfram með þolfallshefti. 2. Fórum í lýsingarorð í samhengi við kyn. Litarorð. 3. Leikur: Leitin að Jóni Jónssyni. 25.7.2000. (8. tími) 1. Samtal um hvað nem. borða. 2. Las með nemendum klausu úr þolfallshefti. Las upp sama texta og nem. skrifuðu. 3. Framburður: Fór skipulega í nefnhljóð, l og r. 4. Rifjaði upp lýsingarorðin (litarorðin) - fleirtala. Lét nem. gera æfingu. 5. Leikur: Sólarspilið (kveðjur). 6. Útdeildi sagnahefti (3. hefti) og bað nem. að gera 2. bls. heima. 27.7.2000. (9. tími) 1. Lesa 3. bls. í Kveðjur, alm. kurteisi og samtöl á 5. bls. 2. Reyndi að láta nem. skrifa samtal. Setti fyrir heima. 3. Fór yfir æfingar í 3. hefti og lét nem. vinna áfram í því. 4. Lagði inn tölur og kenndi á klukkuna. 5. Leikur: Meistari Jakop. 6. Undir lok tímans innlögn um föt (með upprifjun á lýsingarorðum) og leikur 7 (?). 31.7.2000. (10. tími) 1. Dýpkaði orðaforðann um föt. 2. Rifjaði upp töluorð (og litarorð í leiðinni). 3. Leiðrétti samtölin sem nem. skrifuðu heima. 4. Unnum í 3. heftinu af málfræðiæfingunum. 5. Músamyndin. Undirbúningur og eftirvinna. 1.8.2000. (11. tími) 1. Heimsókn: Fróðleikur framreiddur um réttindi útlendinga á Íslandi. 2. Lesa saman textann um músamyndina. Lét einnig skrifa eftir upplestri. 3. Bragi: Hvað ætlar þú að gera? Ég ætla að.... 4. Bragi: Að geta eða ekki. 5. Bragi: Stundatafla. 6. Þátíð og síðasta blaðið í 2. málfræðiheftinu. 3.8.2000. (12. tími) 1. Upprifjun á ýmsu. 2. Leikur: Viltu koma með mér á/í ... 3. Snittuveisla í Námsflokkunum. 4. Farið á Kaffi Viktor. |
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]