Margar konur setjast niður, taka í pilsin, setjast
niður. Segja. Nú skalt þú tala. Nú skaltu segja okkur hvernig skólinn er. Nú skaltu segja okkur hvað kennarinn segir ykkur. ... Hvað segir hann um mennina ? Segir hann eitthvað um mennina ? Það þarf nú ekki að segja margt um mennina. Þeir eru hérna. Þei þei við verðum að spyrja barnið. Hvað segir hann um mennina ? Hermennina? Kóngana og forsetana ? Hún veit ekkert um þá. En þingmennina ? Segir hann eitthvað um þá? Hún virðist ekki vita mikið um þá. Lögreglumennirnir, segi ég, hann sagði okkur frá lögreglumönnunum. Og hvað gera þeir ? Halda lög og reglu, og heita þess vegna lögreglumenn. Mundu það. Það eru miklir menn en ekki eins miklir og þingmenn. Þeir halda þing og ræða málin. Ákveða hvað beri að gera. Lögreglumennirnir sjá um að það sé gert. En hvað segir kennarinn um matinn ? Hefur hann sagt ykkur eitthvað um mjólkina og kjötið ? Segir hann eitthvað sérstakt um það ? Margar konur spyrja mig spurninga. Ég sit í miðjum hring. Horfi á þær. Í ferðalagi hjá þér eftir Kristínu Ómarsdóttur,
bls. 15-16 |
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 12.11.01]