- 300 grömm hveiti
- 1 teskeið lyftiduft
- salt á hnífsoddi
- 30 grömm smjörlíki
- 1 lítri mjólk
- 2 egg
- vanilludropar ef vill
- þeyttur rjómi og sulta eða sykur
|
- Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti í skál.
- Hellið helmingi mjólkurinnar saman við.
- Þeytið saman.
- Bræðið smjörlíkið, kælið það og blandið því saman við.
- Hrærið eggjunum saman við.
- Hellið afgangnum af mjólkinni út í.
- Þeytið vel saman í kekkjalaust deig.
- Hitið pönnuna og bakið þunnar pönnukökur á henni.
- Þeytið rjóma og berið pönnukökurnar fram með sultu og rjóma eða
rúllið upp með sykri.
|