Auglýsing í Morgunblaðinu Erfitt var að fá vinnu á þessum árum, en ég hafði þó hálft í hvoru ráðið mig í kaupavinnu austur í Skaftafellssýslu. Þá sá ég auglýsingu í Morgunblaðiinu þess efnis, að óskað væri eftir stúlku í mjólkurbúð. Þetta reyndist vera hjá Guðrúnu nokkurri Jónsdóttur í Tjarnargötu 5, sem almennt var kölluð Gunna eða Gunka í Tjarnargötunni. Hún var vel kunn í bæjarlífinu; hafði selt mjólk frá Viðeyjarbúinu í mörg ár. Ég fékk mömmu í lið með mér og við geystumst þarna niður eftir. Móðir mín var sköruleg kona og ekkert að tvínóna við hlutina. Guðrún vildi fá stúlku sem kæmi um leið og bílstjórarnir og tæki á móti mjólkinni, en það var klukkan hálfsjö á hverjum morgni - líka á sunnudögum. Síðan átti stúlkan að vinna til klukkan eitt og eiga svo frí til klukkan hálffimm, mæta þá aftur og vera til lokunar, sem var að mig minnir klukkan átta eða hálfníu. Eftir lokun átti hún að ganga frá og þrífa búðina. Fyrir þetta ætlaði hún að borga sjötíu krónur. Það fór nú að fara um mig. Þetta fyrirkomulag hafði það í för með sér að ég gæti ekki sofið út einn einasta dag allt sumarið - og auk þess skyldi ég byrja strax. Gerður Magnúsdóttir: Aldnir hafa
orðið
|
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 01.12.01]