Fyrsta ritaða heimildin sem segir örugglega frá
tilvist Íslands er í bók írska munksins Dicuilusar, frá því um
825. Þar segir frá því að hann hafi hitt nokkra írska munka
sem hafi búið á eyjunni Thule. Þar voru stuttir dagar um vetur
en um hásumarið svo bjart um miðnætti að menn gátu tínt lýs úr
fötum sínum.
Áður en formlegt landnám hófst segir í Íslendingabók, að írskir einsetumenn (papar) hafi búið hér, en þeir hröktust á brott þegar norrænir menn settust hér að. Í Landnámabók segir að fyrstur norrænna manna til að sjá landið hafi verið víkingurinn Naddoddur. Hann dvaldi hér í stuttan tíma, en gaf landinu nafnið Snæland. Næstur kom Svíinn Garðar Svavarsson og bjó hér um vetur á Húsavík. Hann gaf landinu nýtt nafn, Garðarshólmur skyldi það heita. Hrafna - Flóki kom svo næstur um sumar, og bjó í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Eftir harðan vetur fór hann og kallaði landið Ísland. Fyrsti landnámsmaðurinn er samkvæmt Íslendingabók, Ingólfur Arnarson. Hann er sagður hafa numið land árið 874. Hann fleygði öndvegissúlum sínum í sjóinn og byggði sér bæ þar sem þær komu að landi. Það var í Reykjavík og hann bjó þar til dauðadags. Aðlagaður texti og mynd úr: Íslenskum
söguatlas, 1. bindi, Frá öndverðu til 18. aldar |
Finnið allar forsetningar í textanum.
Hvaða falli stýra þær?
Stýra þær alltaf sama falli?
frá, stýrir alltaf þágufalli (þgf.),
|
.
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 21.11.01]