fjar |
vinnustig þjóðfélag: orðaforði | |
Hvernig persónuleiki ertu? |
Athugið hvort þið skiljið lýsingarorðin í römmunum hér fyrir neðan.
Raðið lýsingarorðunum í jákvæð lýsingarorð og neikvæð
Setjið líka þar sem það á við, andstæð lýsingarorð hlið við hlið
smámunasamur, óstundvís, reglusamur, óáreiðanlegur, stundvís, heiðarlegur, ótillitssamur, áhugasamur, hress, óreglusamur, fúllyndur, félagslyndur, óheiðarlegur, áhugalaus, þolinmóður, snyrtilegur, skemmtilegur, leiðinlegur, duglegur, hreinskilinn, metnaðarlaus, latur, áreiðanlegur, samviskusamur, glaðlyndur, afslappaður, þægilegur, stressaður, tillitssamur, óþolinmóður, metnaðarfullur, andfélagslegur, samvinnuþýður, erfiður, ósnyrtilegur |
Jákvæð lýsingarorð |
Neikvæð lýsingarorð |
Lýsið manneskjunni sem situr við hliðina á þér í vinnunni/skólanum eða heima með tveimur til þremur lýsingarorðum
Sendið tölvupóst til einhvers í hópnum með:
lýsingu á sjálfum þér/ sjálfri þér /ímyndaðri persónu
notaðu m.a. lýsingarorðin hér fyrir ofan
segðu svo frá helstu áhugamálum þínum
Þið getið stuðst við þetta:
ég er ... árs/ára nemi/kennari (starfsheiti) ...
ég er (ekki) ...
ég myndi líka segja að ég væri ...
ég get sagt með góðri samvisku að ég sé ..., af því að, ...
aðrir segja að ég sé ...
ég hef áhuga á ... /mér finnst gaman að ...
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 16.11.01]