námsbók: GS  vb  kh  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Hvassafell

Fóstbræðra saga: „Hann stóð svo vel til höggsins.“

8.

Þorgeir hafði riðið undan suður og er hann kom til Hvassafells stóðu þar menn úti. Sauðamaður var þá heim kominn frá fé sínu og stóð þar í túninu og studdist fram á staf sinn og talaði við aðra menn. Stafurinn var lágur en maðurinn móður og var hann nokkuð bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það reiddi hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af höfuðið og kom víðsfjarri niður. Þorgeir reið síðan í brott en þeim féllust öllum hendur er í túninu höfðu verið.

Litlu síðar komu þeir frændur eftir. Voru þeim þá sögð þessi tíðindi og þótti þeim þetta eigi hafa vel til borið. Er svo sagt að þeir frændur bættu víg þetta fyrir Þorgeir. Riðu þeir síðan til móts við Þorgeir. Hann fagnar þeim vel. Þeir spurðu hví Þorgeir hefði þetta víg vegið eða hvað Þorgeir fyndi til um mann þenna.

Þorgeir svarar: "Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins."

"Það mun sýnast í því," sagði Þorgísl, "að þú munt óhandlatur reynast en bætt höfum við nú víg þessi."

Síðan ríða þeir allir saman til skipsins.

[Netútgáfa: Fóstbræðra saga]

    

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]