námsbók: GS  vb  kh  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Hornbjarg

Fóstbræðra saga: „Eg hafi þá nógar að þessi er uppi er eg held um.“

8.

Það bar til um vorið eftir að þeir Þorgeir og Þormóður fóru norður á Strandir og allt norður til Horns. Og einn dag fóru þeir í bjarg að sækja sér hvannir og í einni tó er síðan er kölluð Þorgeirstó skáru þeir miklar hvannir. Skyldi Þormóður þá upp bera en Þorgeir var eftir. Þá brast aurskriða undan fótum hans. Honum varð þá það fyrir að hann greip um einn hvannnjóla með grasinu og hélt þar niðri allt við rótina ella hefði hann ofan fallið. Þar var sextugt ofan á fjörugrjót. Hann gat þó eigi upp komist og hékk þar þann veg og vildi þó með öngu móti kalla á Þormóð sér til bjargar þó að hann félli ofan á annað borð og var þá bani vís sem vita mátti.

Þormóður beið uppi á hömrunum því að hann ætlaði að Þorgeir mundi upp koma. En er honum þótti Þorgeiri dveljast svo miklu lengur en von var að þá gengur hann ofan í skriðuhjallana. Hann kallar þá og spyr hví hann komist aldrei eða hvort hann hefir enn eigi nógar hvannirnar.

Þorgeir svarar þá með óskelfdri röddu og óttalausu brjósti: "Eg ætla," segir hann, "að eg hafi þá nógar að þessi er uppi er eg held um."

Þormóð grunar þá að honum muni eigi sjálfrátt um, fer þá ofan í tóna og sér vegsummerki að Þorgeir er kominn að ofanfalli. Tekur hann þá til hans og kippir honum upp enda var þá hvönnin nær öll upp tognuð. Fara þeir þá til fanga sinna.

En það má skilja í þessum hlut að Þorgeir var óskelfur og ólífhræddur og flestir hlutir hafa honum verið karlmannlega gefnir sakir afls og hreysti og allrar atgervi.

[Netútgáfa: Fóstbræðra saga]

Aufgabe

Grundform

Flektierte Form

Bedeutung

        

 

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]