námsbók: GS  vb  kh  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: ...

Gísla saga Súrssonar: „Eg á draumkonur tvær.“

22.

Gísli var vitur maður og draumamaður mikill og berdreymur.

Það kemur saman með öllum vitrum mönnum að Gísli hafi lengst allra manna í sekt gengið annar en Grettir Ásmundarson.

Frá því er sagt eitt haust að Gísli lét illa í svefni nótt eina þá er hann var á bæ Auðar og er hann vaknar spurði hún hvað hann dreymdi.

Hann svarar: "Eg á draumkonur tvær," sagði hann, "og er önnur vel við mig en önnur segir mér það nokkuð jafnan er mér þykir verr en áður og spáir mér illt eina. En það dreymdi mig nú að eg þóttist ganga að húsi einu eða skála og inn þóttist eg ganga í húsið og þar kenndi eg marga inni, frændur mína og vini. Þeir sátu við elda og drukku og voru sjö eldarnir, sumir voru mjög brunnir en sumir sem bjartastir. Þá kom inn draumkona mín hin betri og sagði að það merkti aldur minn hvað eg ætti eftir ólifað og hún réð mér það meðan eg lifði að láta leiðast fornan sið og nema enga galdra né forneskju og vera vel við daufan og haltan og fátæka og fáráða. Eigi var draumurinn lengri."

[Netútgáfa: Saga]

    

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]