vinnubók: GS  nb  kh  íe  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Hlíðarendi

Njáls saga: „Fögur er hlíðin.“

Aufgabe:

75.

Annan dag eftir býr hann snemmendis ferð sína til skips og sagði þá öllu liði að hann mundi ríða í braut alfari og þótti mönnum það mikið en væntu þó tilkomu hans síðar. Gunnar hverfur til allra heimamanna sinna er hann var búinn og gengu menn út með honum allir. Hann stingur niður atgeirinum og stiklar í söðulinn og ríða þeir Kolskeggur í braut. Þeir ríða fram að Markarfljóti. Þá drap hestur Gunnars fæti og stökk hann af baki.

Honum varð litið upp til hlíðarinnar og bæjarins að Hlíðarenda. Þá mælti hann: "Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi."

[Netútgáfa: Njáls saga] [Íslenzk fornrit]

   

Hetjan

Hann sem hafði lagt fleiri að velli en nokkur okkar hinna og aldrei dvalist lengur en til dögunar í rúmum þeirra hnaut um stól á leiðinni út einn laugardagsmorguninn. Honum varð litið til rúmsins og vífsins í rúminu. Þá mælti hann: Fögur er stúlkan svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir vangar en slegið hár og mun ég ríða aftur og fara hvergi.

Í dag búa þau í Árbænum.

Andri Snær Magnason

hlusta (Andri Snær Magnason les, 334 kb) aus der CD Flugmaður (Reykjavík 1999), Andri Snær Magnason und múm (334 KB)

Karte von Árbær, weitere Informationen

   

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]