námsbók: GS  vb  kh  íe  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Bergþórshvoll

Njáls saga: „Eg var ung gefin Njáli.“

129.

Flosi mælti: "Útgöngu vil eg bjóða þér Njáll bóndi því að þú brennur ómaklegur inni."

Njáll mælti: "Eigi vil eg út ganga því eg er maður gamall og er eg lítt til búinn að hefna sona minna en eg vil eigi lifa við skömm."

Flosi mælti þá til Bergþóru: "Gakk þú út húsfreyja því að eg vil þig fyrir engan mun inni brenna."

Bergþóra mælti: "Eg var ung gefin Njáli og hefi eg því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði."

Síðan gengu þau inn bæði.

Bergþóra mælti: "Hvað skulum við nú til ráða taka?"

"Ganga munum við til hvílu okkarrar," segir Njáll, "og leggjast niður, hefi eg lengi værugjarn verið."

Hún mælti þá við sveininn Þórð Kárason: "Þig skal bera út og skalt þú eigi inni brenna."

"Hinu hefir þú mér heitið amma," segir sveinninn, "að við skyldum aldrei skilja meðan eg vildi hjá þér vera. En mér þykir miklu betra að deyja með ykkur Njáli en lifa eftir."

Hún bar þá sveininn til hvílunnar.

[Netútgáfa: Njáls saga] [Íslenzk fornrit]

     [FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]