Egill
Gunnarsson og Gígja Svavarsdóttir lesa
Nípukerling
Steindrangur stóð langt fram á 19. öld við Norðfjarðarnípu,
en hrundi þá í sjó niður. Átti steindrangurinn að vera
náttskessa sem varð að steini á leiðinni á milli Norðfjarðar og
Mjóafjarðar. Haft er eftir henni sjálfri að hún hafi flúið
í Norðfjarðarnípu þegar mennskir menn komu til Íslands.
Áður en land þetta, sem þið kallið Ísland, byggðist
mennskum mönnum, fluttust hingað alls konar landvættir, huldufólk,
dvergar og tröll og lifðu hér í friði og ró. Ég var ein
þessara trölla og lifðum við tröllin á hvölum og rostungum,
fugli og fiski. Á kvöldin í hellunum okkar, við nógan eld,
sögðum við hvert öðru gamlar tröllasögur, fórum í leiki og
skemmtum okkur. Ég og fjölskylda mín áttum heima hér fyrir
austan og vorum við göfgust tröllanna. Svona leið tíminn
þangað til mennskir menn fóru að nema hér land. Þó gekk
þetta þokkalega á meðan menn þessir trúðu á Óðin og Þór og
alla Æsi. |
Aðlagaður texti úr Íslensku
vættatali, bls. 107.
Árni Björnsson tók saman,
Mál og menning, Reykjavík 1990.
|