vinnubók: GS  nb  íe  kh  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Borg

Gunnlaugs saga ormstungu: „Þorsteinn hét maður. Hann var . . .“

Aufgabe 1

Forn stafsetning (Íslenzk fornrit 3, bls. 51-52)

Saga þeira Hrafns ok Gunnlaugs ormstungu, eptir því sem sagt hefir Ari prestr inn fróði Þorgilsson, er mestr fræðimaðr hefir verit á Íslandi á landnámssögur ok forna fræði.


1
Þorsteinn hét maðr; hann var Egilsson, Skalla-Gríms sonar, Kveld-Úlfs sonar hersis ór Nóregi; en Ásgerðr hét móðir Þorsteins ok var Bjarnardóttir.

Þorsteinn bjó at Borg í Borgarfirði; hann var auðigr at fé ok höfðingi mikill, vitr maðr ok hógværr ok hófsmaðr um alla hluti. Engi var hann afreksmaðr um vöxt eða afl sem Egill, faðir hans, því at svá er sagt af fróðum mönnum, at Egill hafi mestr kappi verit á Íslandi ok hólmgöngumaðr, ok mest ætlat af bóndasonum; fræðimaðr var hann ok mikill ok manna vitrastr. Þorsteinn var ok it mesta afarmenni ok vinsæll af allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maðr, hvítr á hár ok eygr manna best.

Svá segja fróðir menn, at margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá Agli eru komnir, hafi verit menn vænstir, en þat sé þó mjök sundrgreiniligt, því at sumir í þeiri ætt er kallat, at ljótastir menn hafi verit. Í þeiri ætt hafa ok verit margir atgørvismenn um marga hluti, sem var Kjartan Óláfsson pá ok Víga-Barði ok Skúli Þorsteinsson. Sumir váru ok skáldmenn miklir í þeiri ætt: Björn Hítdælakappi, Einarr prestr Skúlason, Snorri Sturluson ok margir aðrir.

Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífar sonar. Gunnarr hefir bazt vígr verit ok mestr fimleikamaðr verit á Íslandi af búandmönnum, annarr Gunnarr at Hlíðarenda, þriði Steinþórr á Eyri.

Jófríðr var átján vetra, er Þorsteinn fekk hennar; Hon var ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddr, sonr Tungu-Odds, ok var þeira dóttir Húngerðr, er þar fœddisk upp at Borg með Þorsteini. Jófríðr var skörungr mikill.

Þau Þorsteinn áttu mart barna, en þó koma fá við þessa sögu; Skúli var ellstr sona þeira, annarr Kollsveinn, þriði Egill.

Nútíma stafsetning (Netútgáfan: Gunnlaugs saga)

Saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu eftir því sem sagt hefir Ari prestur hinn fróði Þorgilsson er mestur fræðimaður hefir verið á Íslandi á landnámasögur og forna fræði.


1
Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson, Skalla-Grímssonar, Kveld-Úlfssonar hersis úr Noregi en Ásgerður hét móðir Þorsteins og var Bjarnardóttir.

Þorsteinn bjó að Borg í Borgarfirði. Hann var auðigur að fé og höfðingi mikill, vitur maður og hógvær og hófsmaður um alla hluti. Engi var hann afreksmaður um vöxt eða afl sem Egill faðir hans því að svo er sagt af fróðum mönnum að Egill hafi mestur kappi verið á Íslandi og hólmgöngumaður og mest ætlað af bóndasonum, fræðimaður var hann og mikill og manna vitrastur. Þorsteinn var og hið mesta afarmenni og vinsæll af allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maður, hvítur á hár og eygur manna best.

Svo segja fróðir menn að margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá Agli eru komnir, hafi verið menn vænstir en það sé þó mjög sundurgreinilegt því að sumir í þeirri ætt er kallað að ljótastir menn hafi verið. Í þeirri ætt hafa og verið margir atgervismenn um marga hluti sem var Kjartan Ólafsson pá og Víga-Barði og Skúli Þorsteinsson. Sumir voru og skáldmenn miklir í þeirri ætt, Björn Hítdælakappi, Einar prestur Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir.

Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífarsonar. Gunnar hefir best vígur verið og mestur fimleikamaður verið á Íslandi af búandmönnum, annar Gunnar að Hlíðarenda, þriðji Steinþór á Eyri.

Jófríður var átján vetra er Þorsteinn fékk hennar. Hún var ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds og var þeirra dóttir Húngerður er þar fæddist upp að Borg með Þorsteini. Jófríður var skörungur mikill.

Þau Þorsteinn áttu mart barna en þó koma fá við þessa sögu. Skúli var elstur sona þeirra, annar Kollsveinn, þriðji Egill.

  

Alte Orthographie

Neue Orthographie

     

  

Aufgabe 2

Schreiben Sie alle Namen aus dem Text heraus und ordnen Sie sie gemäß dem isländischen Alphabet an.

 

Aufgabe 3

  • Mit wem ist Þorsteinn Egilsson wie verwandt? Zeichnen Sie seinen Stammbaum:
 

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]