ítarefni  nb  vb  kh  ath  25.09.03

forn
B R A G I

frumstig   Íslendingasögur: Borg

Gunnlaugs saga ormstungu: Ítarefni

"Þorsteinn hét maður ..." (Perg 4to, nr. 18 Holm)

"Þorsteinn hét maður ...": Perg. 4to nr. 18 Holm, 12v
Bjarni Einarsson. 1986. The Saga of Gunnlaug Serpent-Tongue And Three Other Sagas.
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile 16. Copenhagen: Rosenkilde and Bagger

b8isl_gunnlaugs_sth_blar.png (73054 Byte)

 

„Ekki er mark að draumum.“

2

Austmaður spurði hvað hann hefði dreymt er hann lét svo illa í svefni.

Þorsteinn svaraði: "Ekki er mark að draumum."

Og er þeir riðu heim um kveldið þá spyr Austmaður hvað Þorstein hefði dreymt.

Þorsteinn svarar: "Ef eg segi þér drauminn þá skaltu ráða hann sem hann er til."

Austmaður kveðst á það hætta mundu.

Þorsteinn mælti þá: "Það dreymdi mig að eg þóttist heima vera að Borg og úti fyrir karldyrum og sá eg upp á húsin og á mæninum álft eina væna og fagra og þóttist eg eiga og þótti mér allgóð. Þá sá eg fljúga ofan frá fjöllunum örn mikinn. Hann fló hingað og settist hjá álftinni og klakaði við hana blíðlega og hún þótti mér það vel þekkjast. Þá sá eg að örninn var svarteygur og járnklær voru á honum. Vasklegur sýndist mér hann. Því næst sá eg fljúga annan fugl af suðurátt. Sá fló hingað til Borgar og settist á húsin hjá álftinni og vildi þýðast hana. Það var og örn mikill. Brátt þótti mér sá örninn er fyrir var ýfast mjög er hinn kom til og þeir börðust snarplega og lengi og það sá eg að hvorumtveggja blæddi. Og svo lauk þeirra leik að sinn veg hné hvor þeirra af húsmæninum og voru þá báðir dauðir en álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg. Og þá sá eg fljúga fugl úr vestri. Það var valur. Hann settist hjá álftinni og lét blítt við hana og síðan flugu þau í brott bæði samt í sömu átt og þá vaknaði eg. Og er draumur þessi ómerkilegur," segir hann, "og mun vera fyrir veðrum að þau mætast í lofti úr þeim áttum er mér þóttu fuglarnir fljúga."

Austmaður segir: "Ekki er það mín ætlan," segir hann, "að svo sé."

[Netútgáfan: Saga]


Íslenzk fornrit

Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. 1938. Borgfirðinga sögur. Íslenzk fornrit 3.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, bls. 51. [prenta, PDF]

> prentvæn útgáfa

Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. 1938. Borgfirðinga sögur. Íslenzk fornrit 3.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, bls. 52. [prenta, PDF]

> prentvæn útgáfa

Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. 1938. Borgfirðinga sögur. Íslenzk fornrit 3.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, bls. 59. [prenta, PDF]

> prentvæn útgáfa

Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. 1938. Borgfirðinga sögur. Íslenzk fornrit 3.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, bls. 60. [prenta, PDF]

> prentvæn útgáfa

Sigurður Nordal og Guðni Jónsson. 1938. Borgfirðinga sögur. Íslenzk fornrit 3.
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, bls. 61. [prenta, PDF]

> prentvæn útgáfa

[FORSÍÐA] [fornBRAGI]

[athugasemdir, 25.09.03]